Umhverfisráðherra heimsækir Höfða.

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Höfða í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Haraldi Johannessen og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Ráðherra leit inn í nokkrar íbúðir og spjallaði við íbúa og starfsmenn. Hún skoðaði síðan iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og dagvistun og fékk sér síðan kaffisopa með stjórnendum Höfða sem kynntu henni starfsemi heimilisins.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *