Vel heppnaður vormarkaður

Myndasafn

S.l. laugardag var haldinn vormarkaður á Höfða. Þar var meðal annars í boði úrval af brauði, kleinum, kökum, sultum, kæfu, garðplöntum, fötum, bókum, smámunum o.fl. sem starfsmenn seldu til fjáröflunar fyrir væntanlega utanlandsferð.

Tveir íbúar, Ólöf Hjartardóttir og Sigmundur H.H.Hansen,  voru með stórskemmtilega sölubása þar sem boðið var upp á falleg gjafakort, skartgripi og útskurð, allt unnið af seljendum.

Þá var boðið upp á svæðanudd og vaxmeðferð á höndum.

Í samkomusalnum var voðið upp á kaffi og vöfflur og ávaxtasafa fyrir börnin. Þar var troðfullt allan opnunartímann, en mörg hundruð manns sóttu þennan vel heppnaða vormarkað.