Tónleikar Grundartangakórsins

Grundartangakórinn hélt sína árlegu desembertónleika í samkomusal Höfða í gær.

 

Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar þeir Smári Vífilsson og Bjarni Atlason.

 

Þá söng Tindatríóið eitt lag, en tríóið er skipað þeim Atla Guðlaugssyni og sonum hans Bjarna og Guðlaugi. Flosi Einarsson lék undir á píanó.

 

Íbúar Höfða troðfylltu samkomusalinn og hylltu kórinn með lófataki. Grundartangakórinn er í miklu uppáhaldi hjá Höfðafólki, en þess má geta að kórinn hefur sungið reglulega á Höfða í rúman aldarfjórðung.