Í dag var opið hús á Höfða frá kl. 13-16 í tilefni af 30 ára afmæli Höfða. Mjög margir litu inn. Boðið var upp á skipulagðar skoðunarferðir um húsið í fylgd Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra.
Hinn árlegi Höfðabasar var svo opinn frá kl. 14-16. Gífurleg aðsókn var að basarnum og mikil sala á þeim fallegu vörum sem þar voru í boði.
Þá voru hjónin Rakel Jónsdóttir og Björn Gústafsson, íbúar á Höfða, með sölubás þar sem þau seldu fallega muni og skartgripi úr íslensku grjóti sem þau hafa gert á liðnum árum. Mikil sala var á þessu fallega handverki.
Boðið var upp á kaffi í samkomusal og þáðu margir sopann, ekki síst þeir sem áttu maka á basarnum.