Í dag voru opnaðar sýningar á verkum þriggja Skagamanna í tilefni 30 ára afmæli Höfða. Sýndir eru skúlptúrar Guttorms Jónssonar, málverk Guðmundar Þorvaldssonar og glerlist Jónsínu Ólafsdóttur.
Við opnun sýninganna flutti Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða ávarp og Sigursteinn Hákonarson söng nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar.
Síðan var boðið upp á léttar veitingar meðan gestir skoðuðu verk listamannanna.
Mjög góð aðsókn var að opnuninni, en sýningarnar standa út Vökudaga til 9.nóvember.