Að fenginni tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að veita framlag til endurnýjunar á þakklæðningu, veggjaklæðningu ásamt nýjum endurbættum gluggum í 2.áfanga Höfða. Auk þess til endurnýjunar á þakkanti og flatra þaka í 1.áfanga Höfða.
Með veittu framlagi frá Framkvæmdasjóði aldraðra og framlögum frá eignaraðilum Höfða er búið að tryggja fjármögnun á ofangreindum endurbótum.
Gengið hefur verið frá hönnunarsamningi við GM teiknistofu sf. og Markstofu ehf. um hönnun, gerð útboðslýsingar, gerð útboðsgagna og umsjón um útboði. Fyrirhugað er að bjóða verkið út í sumarlok. Áætlaður verktími er frá október 2023 til október 2024.