Matreiðslumaður óskast

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu matreiðslumanns lausa til umsóknar.

Á Höfða eru 70 íbúar, 69 í hjúkrunarrýmum og 1 í dvalarrými.  Nánari upplýsingar um heimilið eru hér á heimasíðunni.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

• Hefur yfirumsjón með eldhúsi og sér um matseld.

• Skipulagning vakta og matseðla.

• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun.

• Skipulagning og ábyrgð á framleiðslu, afhendingu og framreiðslu.

• Aðkoma að samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila.

Hæfnikröfur 


• Gerð er krafa um matreiðslumenntun.

• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar. 

• Þekking/reynsla af rekstri mötuneytis ásamt mannaforráðum er kostur.
• Þekking/reynsla af næringarfræði, sérþörfum, gæðum og fjölbreytileika matar er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfshlutfall er 100%.


Umsóknarfrestur framlengdur til og með 10. ágúst 2022.

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is

Umsókn og ferilskrá sendist til framkvæmdastjóra Höfða á netfangið kjartan@dvalarheimili.is