Uppfært 9.1.22:
Kæru aðstandendur heimilisfólks á Ytri Hólmi.
Vegna staðfests smits í starfsmannahópi á fyrstu hæð verður Ytri Hólmur í sóttkví út 11.janúar. Heimilið(deildin) er því lokað og einungis starfsmenn á vakt þar sem koma þangað inn.
Sem betur fer er enginn íbúi með einkenni og reynt er að gera gott úr aðstæðunum.
Við þökkum hlýjar kveðjur og skilning.
Stjórnendur Höfða.
7.1.22:
Kæru aðstandendur heimilisfólks á Ytri Hólmi.
Vegna gruns um Covid smit meðal starfsmanna á Hólmi verður Ytri Hólmur í sóttkví a.m.k. fram á mánudag.
Lokað verður fyrir heimsóknir þangað á meðan.
Íbúar og starfsmenn halda sig inn á heimilinu(deildinni) á meðan á þessu stendur.
Pössum einstaklingsbundnar sóttvarnir og förum varlega.
Frekari upplýsingar verða sendar út eftir því sem málin skýrast.
Þökkum kærlega fyrir skilninginn.
Með vinsemd,
Stjórnendur Höfða