Karlakórinn Svanir á Höfða

Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt sína fyrstu söngskemmtun á Höfða á sumardaginn fyrsta. Söngstjórar eru Sigríður Elliðadóttir og Páll Helgason sem jafnframt er undirleikari.


Höfðasalurinn var troðfullur, en yfir 100 manns sóttu  þessa söngskemmtun og skemmtu sér konunglega.
Myndirnar tók Guðni Hannesson.

Bíó og pizza

Í gærkvöldi bauð Höfði starfsmönnum og mökum á einkasýningu á nýrri íslenskri kvikmynd ÓFEIGUR GENGUR AFTUR í Bíóhöllinni. Fyrir sýningu var boðið upp á pizzahlaðborð á Gamla kaupfélaginu.


Yfir 120 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel.