Þorrablót á bóndadaginn

Einn af föstum siðum á Höfða er að halda þorrablót á bóndadaginn. Þorrablótið var í hádeginu í dag og reiddi Haukur kokkur og hans konur í eldhúsinu fram sérlega glæsilegt hlaðborð þar sem boðið var upp á allar gerðir þorramats og snafs með. Mikil ánægja var með matinn sem var mjög góður.

Bæjarstjóri í heimsókn

Í dag heimsótti Árni Múli Jónasson bæjarstjóri Höfða. Í fylgd með honum voru Inga Ósk Jónsdóttir starfsmanna- og gæðastjóri, Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri.

 

Gestirnir skoðuðu heimilið og heilsuðu upp á íbúa og starfsmenn. Að lokum var svo fundað með stjórnendum Höfða um málefni heimilisins og framtíðarsýn í málefnum aldraðra á starfssvæði Höfða.