Fræðsludagur

 

 

Í dag var fræðsludagur starfsmanna Höfða frá kl. 12,30-16,00. Magna Fríður Birnir hjúkrunarforstjóri á heilsustofnun í Hveragerði ræddi um streitu, slökun og eflingu sjálfsímyndar og Laura Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu ræddi um hamingju í starfi.

 

Þessi fræðsla tókst mjög vel og báðir fyrirlesarar settu mál sitt fram á skýran hátt og jafnframt skemmtilega og var mikið hlegið, en um 50 starfsmenn tóku þátt í þessum fræðsludegi.

Hátíðarguðsþjónusta

Í gær, á annan páskadag, var hátíðarguðsþjónusta í Höfðasalnum. Sr. Eðvarð Ingólfsson prédikaði og Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni á Höfða þjónaði fyrir altari. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

 

Guðsþjónustan var mjög vel sótt.  Þetta var fyrsta guðsþjónustan í nýja salnum og nóg pláss fyrir alla, en oft var ansi þröngt í gamla salnum við slíkar athafnir.

Tónleikar

 

 

Kór Akraneskirkju hélt tónleika í nýja Höfðasalnum s.l. laugardag undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og undirtektir góðar.

 

Að sögn kórstjóra og söngfólks er mjög góður hljómburður í nýja salnum.