Samkoma vegna kvennafrídags

Í dag komu íbúar og starfsmenn saman kl. 14,25 í tilefni kvennafrídagsins og sungu og lásu ljóð. Mæting var mjög góð og mikil stemning í hópnum.

 

 

Gjöf Arion banka

Arion banki hefur fært Höfða að gjöf 20 innrammaðar myndir, teikningar sr. Jóns M.Guðjónssonar af bæjum í nærsveitum Akraness, en þessar myndir hafa prýtt útibú bankans á Akranesi sem nú hefur verið lokað.

 

Myndirnar verða settar upp í nýja matsalnum sem verður tilbúinn til notkunar á fyrri hluta næsta árs.

Bæjarstjóri heimsækir Höfða

Árni Múli Jónasson, nýráðinn bæjarstjóri á Akranesi, heimsótti Höfða í dag. Hann skoðaði heimilið ítarlega, ræddi við starfsmenn og íbúa og fundaði síðan með stjórnendum Höfða þar sem farið var yfir helstu áherslur í starfsemi og rekstri heimilisins. Í för með bæjarstjóra var Tómas Guðmundsson verkefnastjóri bæjarins.