Deildarfundur

Í gær hélt hjúkrunarforstjóri deildarfund starfsfólks í aðhlynningu. Þar voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun þjónusturýmis, farið yfir almenn atriði, hjúkrunarskráningu, vinnuskýrslur og fleira.

 

Mjög vel var mætt á fundinn sem tókst í alla staði vel.

Heimsókn sjúkraliða í sérnámi

Í gær heimsóttu Höfða sjúkraliðar í sérnámi í öldrun. Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri tók á móti þeim og sýndi þeim alla starfsemi í húsinu. Þá litu þær inn hjá Guðrúnu Bjarnadóttur íbúa á Höfða sem spjallaði við þær um daginn og veginn og sýndi þeim sína fallegu handavinnu.

 

Þessir góðu gestir voru mjög hrifnir af öllum aðbúnaði og heimilinu almennt og fannst koma góður andi þegar þær gengu inn á heimilið.

 

Þær nema fræði sín í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og var Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennari í för með þeim. Tveir þessara nema hafa verið sjúkraliðar á Höfða um langt árabil, þær Guðrún Björnsdóttir og Rakel Gísladóttir.