Vinnuskólinn aðstoðar

Í góða veðrinu að undanförnu hefur verið mikil þátttaka í gönguferðum um hið fagra umhverfi Höfði og niður með Langasandi.

 

Leitað var til vinnuskóla bæjarins og óskað eftir aðstoð þaðan. Einar Skúlason forstöðumaður skólans tók þessari málaleitan ljúflega og útvegaði 4 stúlkur sem mæta á hverjum morgni og aðstoða við göngutúrana.

 

Mikil ánægja er með þátttöku þessara dugnaðarstúlkna sem án efa hafa gott af að kynnast gamla fólkinu.

Stefnt að einbýlum

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til 10 milljónir króna úr bæjarsjóði til að hefja viðbyggingu húsnæðis til fjölgunar einbýlum á Höfða. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir framlagi Hvalfjarðarsveitar til viðbótar í samræmi við eignaraðild.

Félagsliðar útskrifast

Í lok maí luku 8 starfsstúlkur á Höfða námi sem félagsliðar, en námið hafa þær stundað af miklum krafti samhliða vinnu í 4 annir.

 

Þær sem útskrifuðust voru: Erna Kristjánsdóttir, Guðmunda Hallgrímsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir, Helga Jónsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Katrín Björk Baldvinsdóttir, Sonja Hansen og Steina Ósk Gísladóttir.

 

Þessum dugnaðarkonum eru færðar bestu hamingjuóskir.