Bólu-hjálmar

Stoppleikhópurinn heimsótti Höfða í dag og sýndi nýtt íslenskt leikrit sem byggir á ævi og skáldskap Bólu-Hjálmars.

 

Handritshöfundar eru Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og leikarar Eggert Kaaber, Magnús Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Guðrúnu Öyahals.

 

Íbúar Höfða skemmtu sér mjög vel á þessari frábæru sýningu og þökkuðu flytjendum með lófataki.

Heimsókn frá Hrafnistu

Pétur Magnússon, nýr forstjóri Hrafnistu, og Guðmundur Hallvarðsson formaður sjómannadagsráðs heimsóttu Höfða í morgun.

Þeir kynntu sér starfsemi Höfða og skoðuðu heimilið í fylgd Guðjóns Guðmundssonar og Margrétar A.Guðmundsdóttur.

Þess má geta að Pétur er Akurnesingur, sonur hjónanna Svandísar Pétursdóttur kennara og Magnúsar Oddssonar fyrrverandi rafveitustjóra og bæjarstjóra.