Í dag settust nokkrir íbúar Höfða að laufabrauðsskurði. Gaman var að fylgjast með handbragði kvennanna, enda flestar þaulvanar laufabrauðsskurði um áratugaskeið. Verkið gekk vel undir röggsamri stjórn Öddu og Svandísar.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2006
Grundartangakórinn á Höfða
Grundartangakórinn söng fyrir íbúa Höfða í gær, en kórinn heimsækir Höfða reglulega við góðar undirtektir.
Söngur kórsins gerði mikla lukku hjá Höfðafólki sem troðfyllti samkomusal heimilisins. Stjórnandi Grundartangakórsins er Atli Guðlaugsson.
Aðventuhátíð
Aðventuhátíð var haldin á Höfða í gær. Sr. Eðvarð Ingólfsson stjórnaði samkomunni. Ræðumaður var Sigríður Kr.Valdimarsdóttir og Guðrún Valdís dóttir hennar lék á píanó Sr. Eðvarð fór með gamanmál og Kammerkór Akraness söng. Að lokum sameinuðust allir viðstaddir í bæn.
Hátíðin var vel sótt af Höfðafólki og tókst í alla staði mjög vel.
Jólahlaðborð
Hið árlega jólahlaðborð Höfða var í hádeginu í dag. Boðið var upp á fjölbreytt úrval gómsætra rétta sem Bjarni kokkur og samstarfsfólk hans í eldhúsinu töfraði fram. Var mikil ánægja með matinn og þjónustuna og át margur yfir sig.