Góð gjöf

Í dag barst Höfða góð gjöf frá hjónunum Sigrúnu Halldórsdóttur og Hring Hjörleifssyni og börnum þeirra, vandað nuddtæki fyrir sjúkraþjálfunardeild.

Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari þakkaði þessa góðu gjöf og gat þess að þetta tæki kæmi til með að nýtast vel fyrir íbúa heimilisins.

Kaffihúsakvöld.

Kaffihúsakvöld var á Höfða í gærkvöldi. Í boði voru kaffi, kökur og léttar veitingar. Gísli S.Einarsson bæjarstjóri sá um að halda uppi fjöri með harmonikkuleik, söng og sögum, Hallgrímur Árnason tók lagið með Gísla, Sigurbjörg Halldórsdóttir fór með ljóð og Eggert Sigurðsson sagði mergjaðar lífsreynslusögur.

Eins og jafnan áður var góð aðsókn að þessu kaffihúsakvöldi, setið á hverju borði í samkomusalnum og létt yfir fólki.

Síðasti fundur stjórnar Höfða

Síðasti fundur núverandi stjórnar Höfða var haldinn í gær. Ný stjórn verður kosin n.k. þriðjudag. Samkvæmt nýrri skipulagsskrá fyrir Dvalarheimilið Höfða fækkar stjórnarmönnum þá úr fimm í fjóra.

Mynd, talið frá vinstri: Inga Sigurðardóttir, Anton Ottesen, Hallveig Skúladóttir, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna og Benedikt Jónmundsson.

Norðlenskir sjúkraliðar í heimsókn.

Í gær heimsóttu Höfða 21 sjúkraliði frá Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Rakel Gísladóttir trúnaðarmaður sjúkraliða á Höfða og Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri tóku á móti þeim og kynntu starfsemi Höfða.

Að lokinni skoðunarferð um Höfða hittu norðlendingarnir nokkra sjúkraliða af Höfða og Sjúkrahúsi Akraness og ræddu við þá yfir kaffibolla.