Fræðsla um inflúensu.

Reynir Þorsteinsson læknir hélt fræðsluerindi um inflúensu, m.a. fuglaflensu, fyrir starfsfólk Höfða í gær. Erindi Reynis mæltist vel fyrir, en milli 30 og 40 starfsmenn mættu. Miklar umræður urðu og fjölmargar fyrirspurnir til Reynis sem svaraði greiðlega

Fjölgun hjúkrunarrýma

Undanfarin ár hefur stjórn Höfða óskað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum yrði fjölgað á Höfða. Í gær tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að hjúkrunarrýmum verði fjölgað um 5 frá og með 2.maí. Nú verða því 46 hjúkrunarrými og 32 dvalarrými á Höfða.

Fræðsla

Fræðsla til starfsfólks Höfða hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi heimilisins. Fræðslan hefur undanfarin ár aðallega verið í höndum fagfólks á heimilinu. Í vetur hafa verið fluttir tveir fyrirlestrar á mánuði og hafa þær aðallega annast fræðsluna Sigurbjörg Halldórsdóttir húkrunarforstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir iðjuþjálfi og Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari. Í vetur hefur verið talað um byltur aldraðra, geðsjúkdóma, minnissjúkdóma, gildi reglulegrar hreyfingar, fræðslu um iðjuþjálfun, hjólastólafræðslu, hjálpartæki fyrir aldraða og í umönnun, sýkingarvarnir og gildi handþvottar að ógleymdum brunavörnum á Höfða.