Söngsystur syngja.

Í dag sungu Auður Árnadóttir, Friðrika Bjarnadóttir, Hulda Óskarsdóttir og Sigríður Ketilsdóttir á hjúkrunardeild Höfða. Þessar heiðurskonur, sem á Höfða ganga undir nafninu söngsystur, heimsækja hjúkrunardeildina reglulega og gera jafnan mikla lukku.

Bingó.

Hið sívinsæla Bingó var spilað í dag, en það er jafnan haldið 1-2 í mánuði og alltaf er vel mætt.
Bingóstjóri hefur verið hin röggsama Margrét Adda og eru góðir vinningar í boði.

 

Grundaskólaheimsókn.

Í dag 15. mars komu krakkar úr bekknum 4.VHJ í Grundaskóla í heimsókn á Höfða. Margrét A.Guðmundsdóttir fór með þau í skoðunarferð um húsið þar sem þau skoðuðu m.a. eldhúsið, handavinnuna, sjúkraþjálfunina, iðjuþjálfunina, þvottahúsið, heita pottinn og tvær íbúðir þar sem þau fengu góðan mola.

 

Þau enduðu á að fara í nokkrar lotur í Boccia í félagsrýminu undir stjórn Ingibjargar Ólafsdóttur, iðjuþjálfa. Börnunum fannst þetta skemmtileg heimsókn og einhver hafði orð á því að vilja flytja hingað strax inn.