Höfðagleði 2019

Myndasafn

Hin árlega Höfðagleði var haldin föstudagskvöldið 22.febrúar sl.  Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa og stjórn Höfða, alls um 200 manns. Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem eldhús Höfða reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Vilborg Guðbjartsdóttir sá um veislustjórn.  Rakel Pálsdóttir flutti nokkur lög. Síðan söng Bjarni töframaður og flutti gamanmál og töfrabrögð.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað undir stjórn diskóteksins Dísu sem hélt uppi miklu stuði fram að miðnætti.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.