Evrópudagur sjúkraliða

Í dag er Evrópudagur sjúkraliða

Sjúkraliðar eru einn af burðarásunum í þjónustu við skjólstæðinga okkar hér á Höfða.  Þeir vinna mikilvægt starf allan sólarhringinn, alla daga, allt árið um kring. Þeir sinna starfi sínu af alúð, umhyggju og fagmennsku svo eftir hefur verið tekið.

Sjúkraliðar eru vel menntaðir og þekking þeirra nýtist á markvissan hátt. En það þarf líka ákveðna eiginleika til að vera sjúkraliði, ákveðna mannkosti. Það þarf að hafa bæði skilning og innsæi í aðstæður hins sjúka eða aldraða og fjölskyldu hans, geta sýnt þolinmæði og leysa og finna réttu úrræðin sem hjálpa.

Við viljum þakka sjúkraliðum á Höfða fyrir þeirra störf bæði fyrr og síðar og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi. Þið sinnið krefjandi starfi bæði líkamlega og andlega en gefið af ykkur af einlægni og hjartahlýju. Þið eruð okkur algjörlega ómetanleg.

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri