Heimsóknarreglur frá 14.9.2021

Kæru íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða

Í ljósi þess að smitum vegna COVID-19 hefur fækkar mikið höfum ákveðið að aflétta grímuskyldu að því undanskyldu að þeir sem eru óbólusettir þurfa áfram að bera grímu inn á heimilinu hvort sem um er að ræða starfsmenn, ættingja heimilismanna eða aðra sem inn á heimilið eiga erindi.

Eftirfarandi reglur gilda áfram:

 • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
 • Gestir spritti hendur þegar gengið er inn á heimilið.
 • Gestir fari til herbergis íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni, ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Virða skal 2ja metra reglu í samskiptum við starfsfólk.
 • Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Við viljum samt biðla til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
 • Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).

Við hvetjum alla til að hafa opið fyrir rakningarapp Almannavarna í símum sínum !

Íbúum er heimilt að fara út af heimilinu en við biðjum um að ekki sé farið í  mjög fjölmenna mannfagnaði eða aðra fjölmenna staði/samkomur að svo stöddu.

Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 1. Eru í sóttkví.
 2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 3. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins.
 4. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 5. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).

Sem fyrr eru undantekningar gerðar, í samráði við starfsfólk, ef um mikil veikindi heimilismanna er að ræða.

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.

Þessar reglur verða endurskoðaðar um leið og forsendur breytast.

Kær kveðja,

Stjórnendur Höfða

Uppfærðar heimsóknarreglur frá 5. ágúst 2021

Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða

Í ljósi þess að COVID smitum hefur fjölgað verulega í okkar nærumhverfi hafa stjórnendur Höfða ákveðið að skerpa ennfrekar á heimsóknarreglum til þess að vernda íbúa Höfða.

Viðbætur sem taka strax gildi:

 • ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu meðan þeir eru inni á heimilinu, líka inn á herbergjum íbúa.  Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
 • Stjórnendur Höfða biðla til ættingja og gesta að komi ekki fleiri en tveir í heimsókn í einu og að sömu aðilar komi í heimsókn nokkra daga í röð og skipti svo við aðra.  Því færri sem ganga um heimilið því betra.

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 5. ágúst 2021 þangað til annað verður tilkynnt:

 • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
 • Grímuskylda- ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu meðan þeir eru inni á heimilinu, líka inn á herbergjum íbúa.  Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
 • Stjórnendur Höfða biðla til ættingja og gesta að komi ekki fleiri en tveir í heimsókn í einu og að sömu aðilar komi í heimsókn nokkra daga í röð og skipti svo við aðra.  Því færri sem ganga um heimilið því betra.
 • Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára- Stjórnendur Höfða biðla til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn.  Börn eru flest ekki bólusett og meirihluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
 • Ekki er heimilt að nýta sameiginleg rými eins og setustofur og borðstofur til heimsókna né önnur alrými á heimilinu.
 • Virða skal 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
 • Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Við biðlum til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
 • Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Við viljum samt biðla til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
 • Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
 • Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • eru með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Kær kveðja,

Stjórnendur Höfða

Uppfærðar heimsóknarreglur-grímuskylda á Höfða

Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða

Því miður er ljóst að fjöldi Covid-smita í samfélaginu er í miklum vexti.

Því þarf að grípa strax til aðgerða á Höfða og fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda.

Þetta er gert svo hægt sé að vernda okkar viðkvæmasta hóp. Í aðgerðum okkar viljum við leggja áherslu á að hertar aðgerðir miðist við að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf íbúanna. Til að svo megi verða er lögð enn meiri áhersla á sóttvarnarreglur tengt starfsmönnum, aðstandendum, gestum og öðrum þeim sem koma á Höfða.

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 23. júlí 2021 þangað til annað verður tilkynnt:

 • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
 • Grímuskylda- ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilið. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa.  Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
 • Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára- Stjórnendur Höfða biðla til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn.  Börn eru flest ekki bólusett og meirihluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
 • Ekki er heimilt að nýta sameiginleg rými eins og setustofur og borðstofur til heimsókna né önnur alrými á heimilinu.
 • Virða skal 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
 • Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Við biðlum til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
 • Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Við viljum samt biðla til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
 • Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
 • Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • eru með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Kær kveðja,

Stjórnendur Höfða

Heimsóknarreglur frá 21. júní 2021

Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 21. júní 2021 þangað til annað verður tilkynnt:

 • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
 • Ekki eru fjöldatakmarkanir varðandi gestakomur og heimilt að sitja í opnum rýmum.
 • Gestir skulu virða 1 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur og sprittun á enn við. Íbúar, starfsfólk og gestir verða að spritta hendur við komu.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu. Þetta ákvæði gildir ekki ef um fullbólusetta eða þá sem hafa fengið COVID-19.  Eru þeir velkomnir í heimsókn svo fremi sem þeir framvísa gildum vottorðum og gæti vel að handhreinsun.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Þessar reglur, sem ætlaðar eru til að vernda heimilismenn og starfsfólk okkar verða endurskoðaðar eftir þörfum og þróun mála.  Send verður út ný tilkynning ef breyting verður á.

Með virðingu og vinsemd,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir.

Heimsóknarreglur frá 7. júní 2021

Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða.

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 7. júní 2021 þangað til annað verður tilkynnt:

Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi:

 • Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-20:00 alla daga vikunnar.
 • Einungis tveir gestir mega koma í heimsókn í einu.
 • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
 • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Gestir þurfa ekki lengur að bera andlitsgrímu við komu inn á heimilið.
 • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar er heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu. Þetta ákvæði gildir ekki ef um fullbólusetta eða þá sem hafa fengið COVID-19.  Eru þeir velkomnir í heimsókn svo fremi sem þeir framvísa gildum vottorðum og gæti vel að handhreinsun.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Kærar sumarkveðjur til ykkar allra,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir.

Uppfærðar heimsóknarreglur 30.04.2021

Ákveðið hefur verið að gera lítilsháttar tilslakanir á heimsóknarreglum á Höfða.  Frá og með deginum í dag er opnað aftur fyrir heimsóknir barna og heimsóknartími lengdur til kl. 20.00

Að gefnu tilefni viljum við minna aðstandendur á að halda sig heima finni þeir fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 smits og fara í sýnatöku. Að sjálfsögðu skal halda sig heima ef þið eruð í sóttkví eða einangrun.

Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi:

 • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-20:00 alla daga vikunnar.
 • Einungis tveir gestir mega koma í heimsókn í einu.
 • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
 • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
 • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður ekki heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.  Hægt að sækja um undanþágu ef viðkomandi er full bólusettur.
 • Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Kærar sumarkveðjur til ykkar allra,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir.

Hertar heimsóknarreglur frá 25.3.2021

Skjótt skipast veður í lofti og eins og allir hafa orðið varir við. Í ljósi allra þessara nýju smita tengt breska afbrigðinu af Covid þá verðum við að herða á heimsóknartakmörkunum.  Nýjar takmarkanir gilda a.m.k. næstu þrjár vikur.

Að gefnu tilefni viljum við minna aðstandendur á að halda sig heima finni þeir fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 smits og fara í sýnatöku. Að sjálfsögðu skal halda sig heima ef þið eruð í sóttkví eða einangrun.

Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi og breytingar eru feitletraðar:

 • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-17:00 alla daga vikunnar.
 • Einungis tveir gestir mega koma í heimsókn í einu.
 • Börnum yngri en 18 ára er ekki heimilt að koma í heimsókn.
 • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
 • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
 • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður ekki heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.
 • Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Kærar páskakveðjur til ykkar allra,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Uppfærðar heimsóknarreglur frá 15.3.2021

Núverandi íbúar Höfða hafa verið full bólusettir gegn COVID-19 ásamt þjónustuþegum í dagdvöl og starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu og því tímabært að rýmka ennfrekar þær takmarkanir sem hafa verið á heimsóknum hjá okkur.

Við þurfum þó áfram að fara varlega og gæta hvers annars.

Frá og með 15. mars gildir eftirfarandi:

 • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-20:00 alla daga vikunnar.
 • Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
 • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
 • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
 • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 • Öll hólfaskipting íbúa, þjónustuþega dagdvalar og starfsmanna fellur niður.
 • Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og önnur þjálfun fer í fyrra horf hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.
 • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu með aðskilnaði frá íbúum heimilisins.
 • Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Nýjar heimsóknarreglur á Höfða

Allir núverandi íbúar Höfða hafa verið full bólusettir gegn COVID-19 og því tímabært að rýmka þær takmarkanir sem hafa verið á heimsóknum hjá okkur.

Hafa verður í huga að starfsmenn hafa ekki verið bólusettir og að nýir íbúar eru að öllum líkindum ekki búnir að fá boð um bólusetningu. Einnig er vert að geta þess að bólusetning veitir ekki 100% vörn gegn COVID-19.

Það hefur áhrif á afléttingu takmarkana ásamt samkomutakmörkunum sem eru úti í samfélaginu hverju sinni. Mikilvægt er að vera á verði vegna hinna ýmsu afbrigða veirunnar sem skjóta upp kollinum og ekki ljóst hvaða áhrif bólusetning hefur á.

Við þurfum því áfram að fara varlega og gæta hvers annars.

Frá og með 2. febrúar 2021:

 • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 14:00-17:00 alla daga vikunnar.
 • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
 • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúans.
 • Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma (undantekningar t.d. ef íbúi er á lífslokameðferð eru gerðar í samráði við stjórnanda heimilis). Yfirmaður getur veitt undanþágu ef:
  • íbúi er á lífslokameðferð
  • íbúi veikist skyndilega
  • um er að ræða neyðartilfelli
  • hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu.
 • Gestur notar viðurkennda grímu að heiman.
 • Gestir eru beðnir að gæta að 2ja metra reglunni og forðast beina snertingu við íbúa og starfsmenn.
 • Gestir eru beðnir um að spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti, s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.fl.
 • Gestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans og stystu leið út.
 • Óheimilt er að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 • Heimilt er að fara í bíltúra með íbúa og/eða heimsóknir. Íbúar fara að sjálfsögðu eftir almennum sóttvörnum sem gilda í samfélaginu og eru auk þess beðnir um að gæta sérstaklega vel að handhreinsun við komuna til baka á heimilið vegna möguleika á snertismiti og eru ættingjar beðnir um að aðstoða ástvini sína.
 • Óskað er eftir því að gestir og ástvinir fari varlega úti í samfélaginu og fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 • eru í sóttkví.
 • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
 • hafa dvalið erlendis og ekki liggja fyrir neikvæðar niðurstöður úr tveimur skimunum.
 • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Starfsmenn munu áfram bera grímu við vinnu sína og þurfa að gæta sérstakrar varúðar sín á milli. Áfram verða ákveðin sóttvarnarhólf og gætt verður að handhreinsun og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum líkt og gert hefur verið allan faraldurinn.

Aðstandendur eru hvattir til að hlaða niður smitrakningarappi Almannavarna.

Aðstandendur eru einnig hvattir til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19 þegar þeim býðst hún.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Bólusetning hafin á Höfða

Nú á ellefta tímanum hófst bólusetning á íbúum Höfða vegna COVID-19