Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða.
Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli.
Auk þess var opnuð samsýning Elínborgar Halldórsdóttur (Ellý) sem sýndi myndlist og glerlist og hópsins Skraddaralýs sem er hópur kvenna úr Hvalfjarðarsveit auk kvenna af Akranesi og Borgarnesi sem sýndu bútasaum.
Við opnunina sá Tindatríó og Sveinn Arnar um tónlistarflutning.