Síðastliðinn laugardag var haldið vöflukaffi Höfðavina í tilefni af flutningi á snoker borði úr kjallara í sal á fyrstu hæð heimilisins. Borðið hafði verið gefið á Höfða árið 1993 og hafði Guðmundur B. Hannah veg og vanda af komu borðsins á sínum tíma. Borðið hafði staðið ónotað í kjallaranum og var í sjálfum sér ónothæft eins og ástand þess var orðið. Stjórn Höfðavina hafði áhuga á að koma borðinu aftur í notkun og fékk fyrirtæki og stofnanir til að hjálpa við það verk. Eftirfarandi aðilar styrktu verkið:
Akraneskaupstaður
Bílar og tjón ehf
Verslunin Einar Ólafsson ehf
Fasteignasalan Hákot ehf.
Vignir G. Jónsson ehf
Apótek Vesturlands ehf.
Hvalfjarðarsveit
Landsbankinn
Íslandsbanki
Bifreiðastöð ÞÞÞ
Steðji ehf.
Verslunin Bjarg ehf.
Model ehf.
Blikksmiðja Guðmundar ehf.
Endurskoðunarstofan Álit ehf.
B.M. Vallá ehf.
Topp Útlit ehf.
Bílver ehf.
Söfnunin gekk það vel að stjórn Höfðavina ákvað einnig að styrkja Höfða til tækjakaupa og færði heimilinu á gjöf Stellar standlyftara og vökvadælu með standi.
Þura Hreinsdóttir hjúkrunarforstjóri þakkaði Höfðavinum fyrir höfðinglegar gjafar til Höfða.