Útiganga á Höfða

 

IMG_2144

Útigangan á Höfða í sumar hefur verið með hefðbundnu sniði.

Öllum íbúum og dagdeildarfólki sem vilja,  gefst kostur að komast út, hvort sem fólk gengur sjálft eða situr í hjólastól.

Nokkrir starfsmenn af deildum, úr sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og dagdeild eru með til aðstoðar. Nokkrir aðstaðdendur hafa  verið duglegir að koma með og hjálpa til.  Söknum þess að hafa  ekki  í sumar fengið krakka úr Vinnuskólanum til að hjálpa til að keyra fólki í hjólastólum í , en þau hafa virkilega verið  góð viðbót þannig  að fleiri komist út.  Höfum þó aðeins fengið aðstoð frá Rauða krossinum.

Góðar gönguleiðir eru kringum og við Höfða og eru þær farnar til skiptist og eftir því hvernig vindurinn blæs.   Á nokkrum leiðum eins og á stígnum fyrir ofan Langasand vantar þó tilfinnanlega fleiri bekki . Bekkir eru ótrúlega gott hvatningartæki sambandi við gönguferðir eldra fólks, og fólk fer gjarnan lengra og lengra þegar það veit af næsta bekk.