Núverandi íbúar Höfða hafa verið full bólusettir gegn COVID-19 ásamt þjónustuþegum í dagdvöl og starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu og því tímabært að rýmka ennfrekar þær takmarkanir sem hafa verið á heimsóknum hjá okkur.
Við þurfum þó áfram að fara varlega og gæta hvers annars.
Frá og með 15. mars gildir eftirfarandi:
- Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-20:00 alla daga vikunnar.
- Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
- Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
- Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
- Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
- Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
- Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
- Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
- Öll hólfaskipting íbúa, þjónustuþega dagdvalar og starfsmanna fellur niður.
- Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og önnur þjálfun fer í fyrra horf hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.
- Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu með aðskilnaði frá íbúum heimilisins.
- Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.
Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- eru í sóttkví.
- eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
- hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
- hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
- eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.
Kær kveðja,
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir