Um heimilið

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Höfði var tekin í notkun í þremur áföngum.  Sá fyrsti 2. febrúar 1978, annar áfangi á árunum 1990-1992 og þriðji áfangi á árunum 2012 og 2013.  Á heimilinu búa nú 75 íbúar í sólarhringsvistun, þ.e. , 68 í hjúkrunarrými, 5 í biðhjúkrunarrými, auk þess eru tvö hvíldar- og skammtímarými á Höfða.  Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir.  Á Höfða er einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heimilisins, en þar er rekin dagdvöl með 25 rýmum.  Reist hafa verið 31 raðhús fyrir aldraða og öryrkja á lóð Höfða (Höfðagrund).

Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingarrými. Þá er sérstakt rými fyrir dagdvöl og skrifstofur.  Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum.  Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli.  Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið .  Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnesinga.  Fyrir utan Höfða stendur listaverkið „Grettistak“ eftir Magnús Tómasson.

Undanfari umsóknar um vistun á Höfða er færnis- og heilsumat sem framkvæmt er af Færni- og heilsumatsnefnd Vesturlands, Borgarbraut 65, 310 Borgarnesi. Sími: 432 1430. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/ eða á heimasíðu embættis landlæknis.

Nánari upplýsingar:

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranes

Sími 433 4300

Heimasíða: http://www.dvalarheimili.is

Netfang: kjartan@dvalarheimili.is

Jafnalaunastefna Akraneskaupstaðar og Höfða

Jafnlaunastefna þessi tekur til Akraneskaupstaðar sem sameiginlegs vinnustaðar starfsfólks á bæjarskrifstofu og í stofnunum kaupstaðarins, auk starfsfólks Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við  lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Akraneskaupstaður og Höfði greiða laun eftir umfangi og eðli starfa og taka þau mið af þeim kröfum sem störf gera um hæfni,  ábyrgð, álag og vinnuaðstæður í samræmi við starfmatskerfi sveitarfélaganna. Allar launaákvarðanir skulu  byggðar á málefnalegum forsendum og skýranlegar með vísan til forsendna.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og Höfða skuldbinda þau sig til að:

  • Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85
  • Framkvæma árlega launagreiningu innan kaupstaðarins og hjá Höfða
  • Bregðast við óútskýrðum launamun, sé hann til staðar, með viðeigandi leiðréttingum og úrbótum
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda
  • Fylgja lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta að lágmarki árlega að þeim sé hlítt
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga fyrir starfsfólki Akraneskaupstaðar og Höfða
  • Stefna þessi skal kynnt öllu starfsfólki og vera aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar og Höfða

Uppfært á stjórnarfundi Höfða 3.3.2025

Jafnréttisáætlun Höfða

Á stjórnarfundi Höfða þann 22. febrúar 2021 samþykkti stjórn að gera jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar að sinni og starfa eftir henni.

Sjá má jafnaréttisáætlun Akraneskaupstaðar á eftirfarandi vefslóð:

https://www.akranes.is/stjornsysla/utgefid-efni-1/stefnur-akraneskaupstadar