Einn af föstum siðum á Höfða er að halda þorrablót á bóndadaginn. Þorrablótið var í hádeginu í dag og reiddi Haukur kokkur og hans konur í eldhúsinu fram sérlega glæsilegt hlaðborð þar sem boðið var upp á allar gerðir þorramats og snafs með.
Gestur Friðjónsson kom með harmonikkuna og spilaði undir borðhaldi, einnig stjórnuðu Sigurður Ólafsson og Ármann Gunnarsson fjöldasöng.