Í gær var haldin samkoma í Höfðasal þar sem Ingi Steinar Gunnlaugsson flutti tækifærisvísur og ljóð eftir vin sinn Kjartan H. Guðmundsson heimilismann á Höfða.
Við sama tækifæri stjórnaði Sigurður Guðmundsson fjöldasöng.
Samkoman var vel sótt og var almenn ánægja með hana.