Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin sl. mánudag. 55 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.
Lagt var af stað kl. 13 og ekið upp í Borgarnes með viðkomu í Ölveri. Í Borgarnesi var Safnahúsið heimsótt og skoðaðar sýningarnar „Börn í 100 ár“ og „Ævintýri fuglanna“. Að því loknu var ekið um Borgarnes og komið við á Borg á Mýrum. Síðan lá leiðin að Hótel Hamri þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Að lokum var ekið um Borgarfjarðarbrú og upp Andakíl, Skorradal og farið yfir Geldingadraga og sem leið lá heim á Skaga. Heim var svo komið kl. 18.15.
Hópurinn ferðaðist undir leiðsgögn Björns Inga Finsen og var leiðsögn hans að vanda bæði fróðleg og skemmtileg.