Í vikunni, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 12 starfsmenn viðurkenningu:
Fyrir 5 ára starf: Elísabet Ösp Pálsdóttir, Helga Dóra Sigvaldadóttir, Jón Atli Sigurðsson, Margrét Ósk Vífilsdóttir, Valey Björk Guðjónsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir.
Fyrir 10 ára starf: Ólöf Elfa Smáradóttir.
Fyrir 15 ára starf: Guðmunda Maríasdóttir, Hildur Bernódusdóttir og María Kristinsdóttir
Fyrir 20 ára starf: Gréta Jóhannesdóttir og Sóley Sævarsdóttir.
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.
Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða á síðustu mánuðum eftir farsælan starfsferil, þær Erna Kristjánsdóttir félagsliði, Ragnheiður Guðmundsdóttir sjúkraliði og Sigríður Sigurlaugsdóttir sjúkraliði. Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 77 ára. Þó svo Ragnheiður láti af störfum sem sjúkraliði mun hún starfa áfram sem djákni á Höfða.
Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blömvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.