Kvennahlaup 2015 á Höfða

IMG_1318

Í dag var gengið í þriðja sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla þó svo nokkuð væri kalt og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.

Aðalfundur Höfða

Boðað er til aðalfundar Höfða fyrir árið 2014 fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 17.00 í Höfðasal.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur 2014
  • Önnur mál

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

 

 

Væntumþykja í verki

Viv

Væntumþykja í verki er heilsueflandi tilraunaverkefni fyrir eldra fólk sem Höfði tekur þátt í , og er hugmynd tveggja sjúkraþjálfara í Borgarnesi.

Verkefnið snýst um að hvetja fjölskyldu og vini til að gera æfingar með fólkinu sínu þegar það kemur í heimsókn. Fólki þykir vænt um að geta gert gagn og láta gott af sér leiða, góð heimsókn verður betri og ástvinir njóta góðs af.

Kveikjan að verkefninu var að sjá hvaða möguleikar væru til staðar svo flestir hefðu sem mesta möguleika á heilsueflingu og aukinni vellíðan í ljósi niðurskurðar og oft takmarkaðrar möguleika.

Rannsóknir sýna að öll hreyfing, hversu smá hún er, gerir gagn. Þátttaka fjölskyldu og annarra aðstandenda skiptir því líka máli. Hreyfing liðkar liði , er styrkjandi og örvar blóðrás, auk fleiri jákvæðra þátta.

Verkefnið var kynnt á aðstandendafundi 8 apríl sl., og hefur sjúkraþjálfari Höfða valið æfingar fyrir hvern íbúa og sett á herbergin.

Þátttakan er auðvitað valfrjáls og í mörgum tilvikum sér íbúinn sjálfur um sína hreyfingu. Þessar æfingar eru hugsaðar sem viðbót við annað sem íbúinn tekur þátt í á heimilinu .

Ef spurningar vakna er hægt að spyrja starfsfólk, deildarstjóra eða sjúkraþjálfara Höfða. Ábendingar vel þegnar.

Sumardagurinn fyrsti á Höfða

IMG_1253

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik ásamt Haraldi Hjaltasyni, Jóni Trausta Hervarssyni og Þórði Sævarssyni.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fundur með aðstandendum íbúa

Miðvikudaginn 8.apríl kl. 17-18 verður haldinn fundur með aðstandendum íbúa Höfða í Höfðasal.

 Dagskrá:

  •  Fjármál, greiðsluþátttaka íbúa, framtíð Höfða; Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
  • Væntumþykja í verki; Hildur og Halldóra, sjúkraþjálfarar kynna verkefni sitt.
  • Hjúkrun á Höfða; Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
  • Vinir Höfða – dagskrá frá aðstandendafélagi; Stjórn félagsins: Elín, Guðjón og Soffía
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagabreyting, 6. grein. Stjórn félagsins skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Breytist í fimm aðalmenn.
  3. Kosning í stjórn
  4. Jón Jóhannesson með kynningu á íbúa og vinaráði.
  5. Önnur mál.
  • Önnur mál
  • Fundi slitið

Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og umræður.

Við vonum að sem flestir ykkar geti mætt á fundinn.

Úlfur, úlfur í heimsókn

IMG_1166

Í morgun kom fríður hópur nemenda úr unglingadeild Grundaskóla og flutti atriði úr söngleiknum Úlfur, úlfur fyrir íbúa og dagdeildarfólk í Höfðasal.

Söngleikurinn Úlfur, úlfur er sýndur þessa dagana í Bíóhöllinni á Akranesi við góðar undirtektir.

Höfðagleði 2015

IMG_1009

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa, læknar og stjórn Höfða, alls um 180 manns. Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur bryti og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Kjartan Kjartansson setti skemmtunina og kynnti Gísla Gíslason hafnarstjóra sem gest kvöldsins og sá hann jafnframt um veislustjórn. Patrekur Orri Unnarsson spilaði á gítar og söng nokkur lög.   Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson flutt einnig nokkur lög við góðar undirtektir veislugesta.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað við undirleik Bjórbandsins sem hélt uppi miklu stuði fram að miðnætti.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.

Fjör á öskudaginn

IMG_0992

Líf og fjör var á öskudaginn á Höfða.  Bæði starfsfólk og íbúar tóku virkan þátt í deginum.  Í Höfðasal var kötturinn sleginn úr tunnunni og að lokum var slegið upp dansiballi.  Kosið var um flottasta hattinn og búninginn.  Kjartan Guðmundsson bar sigur úr býtum um flottasta hattinn og Elísabet  Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari átti flottasta búninginn.

Gjöf frá Lionsklúbbnum Eðnu

Helga Atladóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen, Ellen Ólafsdóttir og Kjartan Kjartansson
Helga Atladóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen, Ellen Ólafsdóttir og Kjartan Kjartansson

 

Í gær komu Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen og Ellen Ólafsdóttir úr Lionsklúbbnum Eðnu og færðu Höfða að gjöf Rubelli hægindastól og útvarp til notkunar í herbergi sem tilheyrir hvíldarinnlögn.

Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Dvölin er að öllu jöfnu þrjár vikur á Höfða og markmið hennar er að gera fólki kleift að búa lengur á eigin heimili.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir veitu gjöfinni viðtöku og þökkuðu fyrir höfðinglega gjöf sem mun nýtast vel á Höfða.