Orðsending til aðstandenda íbúa Höfða

Sælir aðstandendur,

Vegna yfirvofandi verkfalls sjúkraliða gæti skapast neyðarástand á heimilinu ef af verkfalli verður, sjúkraliðar eru stór hluti starfsfólks  og óskar því heimilið eftir aðstoð ykkar við umönnun.

Ef af verður mun verkfallið hefjast á mánudaginn 4/4 og er fyrirséð að neyðarástand skapast á kvöldvöktum sem eru frá 15 til 23.  Gott væri ef þið gætuð séð ykkur fært að aðstoða við umönnun ykkar aðstandanda á þessum tíma.  Leyfilegt er samkvæmt Sjúkraliðafélagi Íslands að aðstandandi aðstoði sinn ættingja.

Við óskum þess að ekki komi til þessa verkfalls en við vonumst eftir góðum viðbrögðum frá ykkur við þessari beiðni ef af verkfalli verður.

Virðingarfyllst,

Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri

Bylgja Kristófersdóttir hjúkrunardeildarstjóri

Margrét Vífilsdóttir hjúkrunardeildarstjóri