Oddfellowstúkur færa Höfða gjöf

Myndasafn

Á þessu ári eru 200 ár frá því Oddfellowreglan á Íslandi var stofnuð.  Í tilefni afmælisins tóku Oddfellowstúkurnar á Akranesi; Egill og Ásgerður, höndum saman um gjöf til líknarmála á starfssvæði stúkanna, með stuðningi styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow. Var það sameiginleg niðurstaða reglusystkina að láta Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Höfða og Brákarhlíð njóta gjafanna. Gjafirnar hafa allar verið teknar í notkun en þær voru formlega afhentar að viðstöddu fjölmenni í Oddfellowhúsinu á Akranesi laugardaginn 9. mars. Smári V. Guðjónsson, yfirmeistari stúku Egils og Salvör Lilja Brandsdóttir, yfirmeistari stúku Ásgerðar, afhentu gjafirnar fyrir hönd Oddfellow, ásamt Sigurði Sigurðssyni, formanni stjórnar líknarsjóðs Egils og M. Hrönn Ríkharðsdóttur, formanni stjórnar líknarsjóðs Ásgerðar.

Stúkurnar færðu Höfða að gjöf fjölþjálfa ásamt aukahlutum. Tækið er aðgengilegt fyrir mjög stóran notendahóp, allt frá mjög spræku fólki, en einnig fyrir fólk með mjög skerta hreyfigetu. Eftir því sem heilsu og færni fólks versnar verða alltaf færri og færri úrræði sem ekki krefjast mikillar aðkomu frá starfsfólki og eru því alltaf færra fólk sem er hægt að hafa í þjálfun í einu. Fjölþjálfinn léttir því mikið undir í þjálfuninni.

Mikil ánægja er með tækið á Höfða og eru um 20 manns sem æfa nú reglulega og fleiri bætast stöðugt við.  Auðvelt er fyrir starfsfólk að læra á tækið og stuttan tíma tekur að koma fólki af stað sem ávallt er kostur.

Við á Höfða viljum þakka Oddfellowstúkunum fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni.