Minningargjöf til Höfða

IMG_2426

Í dag kom Jón Guðjónsson færandi hendi til okkar á Höfða.

Til minningar um eiginkonu sína Sigrúnu Níelsdóttur færði hann heimilinu veglega peningagjöf til kaupa á tæki eða búnaði fyrir starfsemi dagdeildar Höfða.

Við þetta tækifæri vildi Jón færa starfsfólki Höfða innilegar þakkir fyrir umönnun þá og alúð sem Sigrún naut í dagvistun Höfða og átti þátt í að létta henni síðustu æviár hennar.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir höfðinglega gjöf sem mun nýtast starfsemi dagdeildar vel.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *