Húsmóðir Höfða

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi auglýsir stöðu húsmóður lausa til umsóknar.

Á Höfða eru 70 íbúar, 69 í hjúkrunarrýmum og 1 í dvalarrými.  Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

• Yfirumsjón og ábyrgð á öllu heimilishaldi.

• Yfirumsjón með rekstri mötuneytis, ræstingu og þvottahúss.

• Yfirumsjón með öllu viðburðarhaldi á heimilinu.

• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun.

• Yfirumsjón og ábyrgð með gerð allra vaktaskráa fyrir heimilið.

Menntunar- og hæfniskröfur 


• Menntun sem nýtist í starfi.

• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar. 

• Þekking og reynsla af gerð vaktaskráa er æskileg.

• Þekking og reynsla af mannauðskerfinu VinnuStund og vaktakerfinu Vinna er æskileg.

• Þekking/reynsla af rekstri ásamt mannaforráðum er kostur.

• Þekking og reynsla af kjarasamningum og öðru sem snýr að kjaramálum er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfshlutfall er 100%.

Starfið hentar öllum kynjum.


Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2022.

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is

Umsókn og ferilskrá sendist til framkvæmdastjóra Höfða á netfangið kjartan@dvalarheimili.is.