Hjólað óháð aldri

HOA_1

Hjólarar óskast

Nú fer að líða að því að við fáum hjólið okkar fína og þá vantar okkur sjálfboðaliða eða svokallaða hjólara til að hjóla með íbúana okkar. Hjólarar eru oftast úr röðum aðstandenda, starfsmanna og annarra velunnara og munu hjólarar fá kennslu á hjólið og læra hvernig umgangast á hjólið.

Sá sem gerist hjólari er vitaskuld í sjálfsvald sett hversu miklum tíma og hversu oft hann sinnir þessu verkefni. Þeir sem ætla aðeins að hjóla með sinn aðstandenda þurfa að gerast hjólarar til að læra umgengnisreglurnar.

Hugmyndin er að stofna lokaðan Facebook hóp fyrir hjólarana, fólk þarf að vita hvenær hjólið er laust og aðrar praktískar upplýsingar.

Allar góðar hugmyndir um hvernig við getum unnið að þessu verkefni saman vel þegnar.

Áhugasamir hafi samband við:

Lísu sjúkraþjálfara sími: 433 4314 sjukrathjalfari@dvalarheimili.is

Maríu iðjuþjálfa sími: 856 4316 idjuthjalfi@dvalarheimili.is