Fræðsla starfsfólks

Fræðsla til starfsfólks Höfða er vaxandi þáttur í starfsemi heimilisins. Gegnum árin hafa verið fengnir fyrirlesarar utan frá, en undanfarin ár hefur fræðslan að mestu verið í höndum fagfólks á heimilinu. Fræðsluefni hefur oftast tengst öldrunarmálum s.s. öldrunarsjúkdómum, vandamálum tengdum ellinni, hjálpartækjumog heilsutengdu efni, en einnig öðru svo sem brunavörnum.

Dæmi um fyrirlestra sem haldnir hafa verið á Höfða:

  • Öldrunarbreytingar, helstu sjúkdómar aldraðra
  • Gildi reglulegrar hreyfingar
  • Byltur – áhættuþættir og varnir
  • Beinþynning
  • Beinbrot aldraðra
  • Málstol og kyngingarörðugleikar
  • Mataræði aldraðra
  • Fræðsla um starf fótaaðgerðafræðings
  • Fræðsla um rétta og ranga skó
  • Fræðsla um sjúkraþjálfun
  • Fræðsla um iðjuþjálfun
  • Brunavarnir á Höfða
  • Minnissjúkdómar
  • Geðsjúkdómar
  • Hjólastólafræðsla og fræðsla um ýmis hjálpartæki f. aldraða og í umönnun
  • Fræðsla um sýkingarvarnir, mikilvægi handþvottar
     

    Kynningar af ýmslu tagi, skódagar, heilsuvika o.fl. Fyrirlestrum og öðru fræðsluefni er reynt að halda til haga með það í huga að koma upp smá fræðslubanka á heimilinu.