Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Hertar heimsóknarreglur frá 25.3.2021

Skjótt skipast veður í lofti og eins og allir hafa orðið varir við. Í ljósi allra þessara nýju smita tengt breska afbrigðinu af Covid þá verðum við að herða á heimsóknartakmörkunum.  Nýjar takmarkanir gilda a.m.k. næstu þrjár vikur.

Að gefnu tilefni viljum við minna aðstandendur á að halda sig heima finni þeir fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 smits og fara í sýnatöku. Að sjálfsögðu skal halda sig heima ef þið eruð í sóttkví eða einangrun.

Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi og breytingar eru feitletraðar:

  • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-17:00 alla daga vikunnar.
  • Einungis tveir gestir mega koma í heimsókn í einu.
  • Börnum yngri en 18 ára er ekki heimilt að koma í heimsókn.
  • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
  • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
  • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
  • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
  • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
  • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður ekki heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.
  • Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • eru í sóttkví.
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Kærar páskakveðjur til ykkar allra,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Uppfærðar heimsóknarreglur frá 15.3.2021

Núverandi íbúar Höfða hafa verið full bólusettir gegn COVID-19 ásamt þjónustuþegum í dagdvöl og starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu og því tímabært að rýmka ennfrekar þær takmarkanir sem hafa verið á heimsóknum hjá okkur.

Við þurfum þó áfram að fara varlega og gæta hvers annars.

Frá og með 15. mars gildir eftirfarandi:

  • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-20:00 alla daga vikunnar.
  • Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
  • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
  • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúa, ekki má staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska).
  • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
  • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
  • Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
  • Öll hólfaskipting íbúa, þjónustuþega dagdvalar og starfsmanna fellur niður.
  • Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og önnur þjálfun fer í fyrra horf hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.
  • Þjónusta við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu með aðskilnaði frá íbúum heimilisins.
  • Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða í gegnum aðalinngang.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • eru í sóttkví.
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Nýjar heimsóknarreglur á Höfða

Allir núverandi íbúar Höfða hafa verið full bólusettir gegn COVID-19 og því tímabært að rýmka þær takmarkanir sem hafa verið á heimsóknum hjá okkur.

Hafa verður í huga að starfsmenn hafa ekki verið bólusettir og að nýir íbúar eru að öllum líkindum ekki búnir að fá boð um bólusetningu. Einnig er vert að geta þess að bólusetning veitir ekki 100% vörn gegn COVID-19.

Það hefur áhrif á afléttingu takmarkana ásamt samkomutakmörkunum sem eru úti í samfélaginu hverju sinni. Mikilvægt er að vera á verði vegna hinna ýmsu afbrigða veirunnar sem skjóta upp kollinum og ekki ljóst hvaða áhrif bólusetning hefur á.

Við þurfum því áfram að fara varlega og gæta hvers annars.

Frá og með 2. febrúar 2021:

  • Heimilið verður opið fyrir heimsóknir á milli 14:00-17:00 alla daga vikunnar.
  • Ekki verður um að ræða tímamörk á heimsóknum innan heimsóknartímans.
  • Heimsóknir fara fram í vistarverum íbúans.
  • Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma (undantekningar t.d. ef íbúi er á lífslokameðferð eru gerðar í samráði við stjórnanda heimilis). Yfirmaður getur veitt undanþágu ef:
    • íbúi er á lífslokameðferð
    • íbúi veikist skyndilega
    • um er að ræða neyðartilfelli
    • hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu.
  • Gestur notar viðurkennda grímu að heiman.
  • Gestir eru beðnir að gæta að 2ja metra reglunni og forðast beina snertingu við íbúa og starfsmenn.
  • Gestir eru beðnir um að spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti, s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.fl.
  • Gestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans og stystu leið út.
  • Óheimilt er að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins.
  • Heimilt er að fara í bíltúra með íbúa og/eða heimsóknir. Íbúar fara að sjálfsögðu eftir almennum sóttvörnum sem gilda í samfélaginu og eru auk þess beðnir um að gæta sérstaklega vel að handhreinsun við komuna til baka á heimilið vegna möguleika á snertismiti og eru ættingjar beðnir um að aðstoða ástvini sína.
  • Óskað er eftir því að gestir og ástvinir fari varlega úti í samfélaginu og fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • eru í sóttkví.
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • hafa dvalið erlendis og ekki liggja fyrir neikvæðar niðurstöður úr tveimur skimunum.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Starfsmenn munu áfram bera grímu við vinnu sína og þurfa að gæta sérstakrar varúðar sín á milli. Áfram verða ákveðin sóttvarnarhólf og gætt verður að handhreinsun og sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum líkt og gert hefur verið allan faraldurinn.

Aðstandendur eru hvattir til að hlaða niður smitrakningarappi Almannavarna.

Aðstandendur eru einnig hvattir til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19 þegar þeim býðst hún.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Bólusetning hafin á Höfða

Nú á ellefta tímanum hófst bólusetning á íbúum Höfða vegna COVID-19

Heimsóknarreglur Höfða um jól og áramót

Ágætu íbúar og aðstandendur.

Við biðlum til ættingja að leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar.

Jólahátíðin er mikil fjölskylduhátíð og á sérstakan sess í hjörtum flestra. Við á Höfða höfum í gegnum árin litið til jólahátíðarinnar með mikilli gleði og tilhlökkun og fundist mikilvægt að gera allt sem við getum til að aðfangadagskvöld og jóladagarnir verði sem hátíðlegastir fyrir íbúa okkar, aðstandendur og starfsfólk.

Þetta árið er ljóst að jólahátíðin verður ekki með hefðbundnu sniði. Covid hefur haft áhrif á líf okkar allra, regluleg samvera hefur farið úr skorðum og miklar hömlur hafa verið settar á öll samskipti. Á Höfða hafa gilt ákveðnar heimsóknartakmarkanir frá byrjun faraldursins, mismiklar hverju sinni. Ávallt hefur markmiðið verið að verja íbúana okkar og reyna að hindra að smit berist inn á heimilið. Í ljósi aðstæðna og þess að samvera verður ekki á sama hátt og fyrri jólahátíðir munum við leggja okkur enn frekar fram um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að jólahátíðin verði sem hátíðlegust og notalegust fyrir íbúa okkar.

Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin „jólakúlu/jólavini“ þar sem einstaklingar velji sér þá sem þeim finnst mikilvægast að hafa samskipti við um hátíðarnar. Þetta þurfum við á Höfða einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag.

 Við mælum eindregið gegn því að íbúi fari út af heimilinu til ættingja sinna um hátíðarnar.  Ef íbúi fer út af heimilinu þarf hann að fara í sóttkví í 5 daga með ættingja á hans heimili.  Þeir aðilar sem eru saman í sóttkví þurfa að fara í sýnatöku í upphafi sóttkvíar og svo aftur að 5 dögum liðnum áður en íbúa er veitt heimild til að koma aftur inn á Höfða.   

Athugið að eftirfarandi heimsóknareglur munu alltaf þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst fram að jólum.

Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og horfum með bjartsýni til nýs árs með von um fleiri samverustundir á nýju ári.  

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með kærri kveðju,

Stjórnendur Höfða

Heimsóknarreglur um jól:

 Stjórnendur Höfða hafa ákveðið að rýmka aðeins heimsóknareglurnar um jólahátíðina ef ástand í samfélaginu leyfir.

Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og væntumþykju þótt hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld sé ekki snæddur saman. Samveran sjálf er svo mikilvæg.  Þið getið skapað ykkar eigin hátíðar- og jólastund með ættingja ykkar. Tökum sem dæmi að hægt er að sitja saman inn á herbergi íbúa og opna jólapakka, hlusta á jólatónlist, gæða sér á góðgæti sem ættingjar koma með og njóta hátíðleikans og þess að vera saman:

  • Eftir hádegi á aðfangadag verður heimilið opið fyrir heimsóknir milli kl 14:00-17:00.
  •  Eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt hátíðarkvöldverðinn kl 18 á aðfangadag er heimilið opið fyrir heimsóknir milli kl 19:30-22:00.
  • Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.
  • Tveir gestir á dag hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa aðfangadag (24. des), jóladag (25. des) og annan í jólum (26. des). 
  • Rýmri lengd á heimsóknartíma verður þessa 3 daga og verður milli kl. 14:00-17:00 og frá 19:30-22:00
  • Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
  • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
  • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
  • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
  • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Vinsamlega EKKI koma inn á Höfða ef:

  • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
  • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Panta þarf tíma yfir jólin hjá Sillu húsmóður í síma 856-4303 milli kl. 11 og 12 í vikunni fyrir jól. Skráningu lýkur kl. 12. þann 23.12.2020

Heimsóknarreglur um áramót:

Stjórnendur Höfða hafa ákveðið að rýmka aðeins heimsóknareglurnar um áramótin ef ástand í samfélaginu leyfir.

Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og væntumþykju þótt áramótakvöldverður á gamlárskvöld sé ekki snæddur saman. Samveran sjálf er svo mikilvæg.  Þið getið skapað ykkar eigin hátíðar- og áramótastund með ættingja ykkar.

  • Eftir hádegi á gamlársdag verður heimilið opið fyrir heimsóknir milli kl 14:00-17:00
  •  Eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt áramótakvöldverð kl 18 á gamlársdag eru heimilið opið fyrir heimsóknir milli kl 19:30-22:00.
  • Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.
  • Tveir gestir á dag hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa gamlársdag (31. des) og nýársdag (1. jan) 
  • Rýmri lengd á heimsóknartíma verður þessa 2 daga og verður milli kl. 14:00-17:00 og frá 19:30-22:00
  • Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum.
  • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
  • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
  • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
  • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Vinsamlega EKKI koma inn á Höfða ef:

Panta þarf tíma yfir áramótin hjá Sillu húsmóður í síma 856-4303 milli kl. 11 og 12 í vikunni milli jóla og nýárs.  Skráningu lýkur kl. 12. þann 30.12.2020.

Núverandi heimsóknarreglur gilda áfram um aðra daga en hér að ofan greinir.

Uppfærðar heimsóknarreglur frá 30.11.20

NEYÐARSTIG – almannavarna – COVID-19

Ágæti aðstandandi

Þó að smitum á Akranesi hafi fækkað verulegu þá hefur verið tekin ákvörðun um að rýmka heimsóknarreglur einungis lítillega, þar sem smitum í landinu er aftur farið að fjölga. Breytingar gildi frá og með mánudeginum 30. nóvember 2020.

Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.   Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma.

Heimild til heimsókna verður tvisvar í viku fyrir hvern íbúa, ein klukkustund í senn milli kl: 14 og 16 alla daga vikunnar. Mælst er til að sami aðili komi í heimsókn en er ekki skilyrði. Sá hin sami þarf að vera nánast í sjálfskipaðri sóttkví og passa sig sérstaklega. Húsið verður áfram læst og lokað fyrir almennri umferð.

  • Allir gestir koma með sína eigin andlitsgrímu (maska). Skilyrði fyrir heimsókn.
  • Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og í samráði við vaktstjóra og deildarstjóra deildar.
  • Ekki er heimilt að íbúi fari út í bíltúr eða í heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  • Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
    • Þú ert í sóttkví
    • Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
    • Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
    • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  • Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla daga. Panta þarf tíma símleiðis hjá Sillu húsmóður í síma 856-4303 milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

Kl.: 14:00  /  14:15  /  14:30  /  14:45

  • Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna.
  • Starfsmaður mun taka á móti ykkur við aðalinngang.   Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.  Muna eigin andlitsgrímu (maska).
  • Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk. Ef þið óskið frekari upplýsinga um heilsufar aðstandenda ykkar þá er betra að hringja til að fá þær upplýsingar.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Athugið að starfsfólk á deildum tekur ekki á móti tímapöntunum.
  • Ekki er heimilt að koma í heimsókn utan heimsóknartíma og ávallt þarf að panta tíma fyrirfram.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

Opnað fyrir heimsóknir á Höfða

Ágæti aðstandandi

Heimsóknir verða leyfðar inn á  Höfða  frá og með 18. nóvember næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Heimild til heimsókna er einu sinni í viku fyrir hvern íbúa, ein klukkustund í senn.  Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.   Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma.

Heimild til heimsókna er einn gestur fyrir hvern íbúa, ein klukkustund í senn milli kl: 14 og 16. Sá hinn sami þarf að vera nánast í sjálfskipaðri sóttkví og passa sig sérstaklega.

  • Allir gestir koma með sína eigin andlitsgrímu (maska). Skilyrði fyrir heimsókn.
  • Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og í samráði við vaktstjóra og deildarstjóra deildar.
  • Ekki er heimilt að íbúi fari út í bíltúr eða í heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  1. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
    • Þú ert í sóttkví
    • Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
    • Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
    • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  2. Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla daga. Panta þarf tíma símleiðis hjá Sillu húsmóður í síma 856-4303 milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

14:00  /  14:15  /  14:30  /  14:45

  • Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna
  • Starfsmaður mun taka á móti ykkur við aðalinngang.   Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.  Muna eigin andlitsgrímu (maska).
  • Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk. Ef þið óskið frekari upplýsinga um heilsufar aðstandenda ykkar þá er betra að hringja til að fá þær upplýsingar.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Athugið að starfsfólk á deildum tekur ekki á móti tímapöntunum.
  • Ekki er heimilt að koma í heimsókn utan heimsóknartíma og ávallt þarf að panta tíma fyrirfram.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir

2.11.20 Framlenging á heimsóknarbanni

NEYÐARSTIG – almannavarna – COVID-19

Ágæti aðstandandi

Í ljósi stöðunnar á smitum vegna COVID-19 á Akranesi og nágrenni, höfum við stjórnendur Höfða, ákveðið að framlengja heimsóknarbanni á Höfða.

Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu a.m.k. til og með 17. nóvember nk. 

Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.  Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Framlenging á heimsóknarbanni

NEYÐARSTIG – almannavarna – COVID-19

Ágæti aðstandandi

Í ljósi stöðunnar á smitum vegna COVID-19 á Akranesi og nágrenni, höfum við stjórnendur Höfða, ákveðið að framlengja heimsóknarbanni á Höfða.

Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu a.m.k. til og með 2. nóvember nk. 

Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.  Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Framlenging á heimsóknarbanni

NEYÐARSTIG – almannavarna – COVID-19

Ágæti aðstandandi

Í ljósi stöðunnar á smitum vegna COVID-19 á Akranesi og nágrenni, höfum við stjórnendur Höfða, ákveðið að framlengja heimsóknarbanni á Höfða.

Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu a.m.k. til og með 26. október nk. 

Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.  Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni íbúa á Höfða að leiðarljósi.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri