Nú á ellefta tímanum hófst bólusetning á íbúum Höfða vegna COVID-19
Fyrst til að vera bólusett var Hulda Haraldsdóttir, Gunnar Bergmann hjúkrunarfræðingur sá um bólusetninguna. Vigdís Björnsdóttir bíður spennt eftir að röðin komi að henni.
Annar til að vera bólusettur var Haukur Ármannsson. Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunardeildastjóri sá um bólusetninguna. Til hægri Tryggvi Björnsson tilbúinn að fá sína bólusetningu.
Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir heilsugæslunnar ásamt Ragnheiði Björnsdóttur yfirhjúkrunarfræðingi og Rósu Mýrdal komu með bóluefnið á Höfða og hafa yfirumsjón með bólsetningunni.