Síðastliðinn föstudag var hið árlega jólahlaðborð Höfða haldið og komu fjölmargir aðstandendur og borðuðu með sínu fólki. Helgin endaði svo með aðventustund á sunnudag sem var í umsjón Séra Eðvarðs Ingólfssonar og Séra Þráins Haraldssonar. Allir þessir viðburðir voru vel sóttir og almenn ánægja með þá.
