Sumardagurinn fyrsti

IMG_2460

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, dagurinn byrjaði á heimsókn félaga úr Hestmannafélaginu Dreyra á fákum sínum.

Karlakórinn Svanir hélt söngskemmtun undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik ásamt Jóni Trausta Hervarssyni.

Í framhaldi af söngskemmtun var boðið upp á vöflukaffi í umsjón Höfðavina, félags vina og velunnara heimilisfólks á Höfða. Vöflukaffið heppnaðist vel sem og önnur atriði dagsins.

Á laugardaginn kom svo Þjóðdansafélagið Sporið í heimsókn til okkar og sýndi þjóðdansa fyrir heimilisfólk á Höfða. Skemmtunin var vel sótt og var almenn ánægja með hana.