Hjúkrunarforstjóri
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 75 íbúar, 56 í hjúkrunarrýmum og 19 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið er hér á heimsíðunni.
Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forustu og ábyrgð á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu. Stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi.
Framhaldsmenntun í stjórnun og rekstri æskileg.
Góð tölvukunnátta áskilin.
Reynsla og þekking á rekstri og stjórnun á sviði öldrunarmála er æskileg.
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er áskilin sem og hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega.
Leitað er að einstaklingi með áhuga á öldrunarmálum og vilja til að takast á við krefjandi verkefni.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2016.
Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunarforstjóra veitir:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302
netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið sendist á netfangið kjartan@dvalarheimili.is. Umsókn má einnig senda til framkvæmdastjóra Höfða, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranesi.
Öllum umsóknum verður svarað.