Starfsmannaferð til Innsbruck

20140905_123945

Í síðustu viku komu 51 starfsmenn Höfða úr 5 daga fræðslu- og skemmtiferð til Austurríkis. Flogið var til München í Þýskalandi og gist þar fyrstu nóttina. Að morgni föstudags var brunað með rútu til Innsbruck í Austurríki og var hópurinn mættur í heimsókn á hjúkrunarheimilið Haus St. Josef am Inn kl. 10 um morguninn. Á móti okkur tók Dr. Christian Juranek framkvæmdastjóri heimilisins og kynnti okkur starfsemina, sýndi aðstöðuna og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum. Á heimilinu eru um 150 íbúar. Heimsóknin var bæði fróðleg og gagnleg og mun eflaust nýtast vel til að þróa starf okkar á Höfða.

Á laugardeginu var frjáls tími sem nýttur var bæði til vettvangsferða um verslunargötur Innsbruck, auk þess sem góður hópur fór á tind Hafelekarspitze sem er í 2.334 metra hæð með aðstoð kláfa og hellulagðra stíga.

Á sunnudeginum var farið í rútuferð í gegnum Brennerskarðið yfir til Ítalíu og farið í skoðunarferð til Brixen höfuðstaðar Eisackdalsins.

Á mánudag var svo haldið heim á leið og lent í Keflavík síðdegis. Voru allir sammála um að ferðin hefði verið frábær í alla staði. Að undirbúningi og skipulagningu slíkra ferðar komu margir starfsmenn Höfða en yfirumsjón var í höndum Sigurbjargar Ragnarsdóttur. Farið var með Bændaferðum undir styrkri leiðsögn Ingu Ragnarsdóttur fararstjóra.