Höfði fær að gjöf seglalyftara frá Kvenfélaginu Lilju

Þann 1. september 2025 fékk Höfði að gjöf glæsilegan Minstrel Standard seglalyftara frá Kvenfélaginu Lilju í Hvalfjarðarsveit. Komið er að nauðsynlegri endurnýjun á lyfturum á heimilinu og er þessi gjöf því afar kærkomin og mun nýtast bæði íbúum og starfsfólki til framtíðar.

Seglalyftarar – eða sjúkralyftarar – eru mikilvæg hjálpartæki á hjúkrunarheimilum. Þeir auðvelda flutning og umönnun íbúa sem eiga erfitt með eða geta ekki hreyft sig sjálfir. Með þeim skapast bæði aukið öryggi og bætt líðan íbúa, á sama tíma og dregið er úr líkamlegu álagi starfsfólks.

Það er Höfða ómetanlegt að fá gjafir sem þessa. Þær styðja við og styrkja hið mikilvæga starf sem unnið er á heimilinu og bæta daglegt líf íbúa.

Kærar þakkir félagskonur Kvenfélagsins Lilju!

Fulltrúar frá Kvennfélaginu Lilju afhenda Þorbjörgu Sigurðardóttur hjúkrunarforstjóra gjafabréfið fyrir seglalyftaranum.