Hjúkrunardeildarstjóri
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu hjúkrunardeildarstjóra lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 76 íbúar, 70 í hjúkrunarrýmum og 6 í biðhjúkrunarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is
Hæfnikröfur
• Leitað er að einstaklingi með a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, góða
leiðtogahæfni, áhuga á þjónustu við aldraða
og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
• Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.
• Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg.
• Framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar æskileg.
• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og góða íslenskukunnáttu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfshlutfall er 90%.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2024.
Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunardeildarstjóra veitir:
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri, sími 856-4304, netfang: o.ingibjorg@dvalarheimili.is
Umsóknir og ferilskrá sendist til hjúkrunarforstjóra Höfða á netfangið o.ingibjorg@dvalarheimili.is. Öllum umsóknum verður svarað.