Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða
Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 21. júní 2021 þangað til annað verður tilkynnt:
- Heimilið er opið fyrir heimsóknir á milli 13:00-21:00 alla daga vikunnar.
- Ekki eru fjöldatakmarkanir varðandi gestakomur og heimilt að sitja í opnum rýmum.
- Gestir skulu virða 1 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
- Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur og sprittun á enn við. Íbúar, starfsfólk og gestir verða að spritta hendur við komu.
Sem fyrr er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- eru í sóttkví.
- eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
- hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu. Þetta ákvæði gildir ekki ef um fullbólusetta eða þá sem hafa fengið COVID-19. Eru þeir velkomnir í heimsókn svo fremi sem þeir framvísa gildum vottorðum og gæti vel að handhreinsun.
- hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Þessar reglur, sem ætlaðar eru til að vernda heimilismenn og starfsfólk okkar verða endurskoðaðar eftir þörfum og þróun mála. Send verður út ný tilkynning ef breyting verður á.
Með virðingu og vinsemd,
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir.