Til aðstandenda íbúa á Höfða
Í ljósi þess að komið hefur upp hópsmit vegna COVID 19 á Akranesi er óhjákvæmlegt að herða heimsóknarreglur á Höfða að nýju.
Húsinu hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum nema þeirra sem hingað sækja nauðsynlega þjónustu.
Heimilt er að koma í heimsókn frá 14 til 16 en einungis einn gestur í einu til hvers íbúa.
Gestur fer inn í herbergi íbúa og dvelur þar á meðan heimsókn stendur.
Ekki er heimilt að dvelja í alrýmum heimilisins eða ná sér í kaffi í sameiginlegu eldhúsi íbúa.
Húsinu verður lokað kl. 16 og þá eiga gestir að hafa yfirgefið húsið.
Ef íbúi fer út af heimilinu og í heimsókn út í bæ má hann einungis hitta einn aðstandanda.
Vinsamlega farið eftir þessum tilmælum svo ekki komi til algjörrar lokunar heimilisins líkt og fyrr á árinu. Við biðlum því til allra aðstandenda að virða þessar reglur.
Munið að hér býr viðkvæmasti hópurinn og þessar reglur eru gerðar til að vernda íbúa heimilisins.
Alls ekki koma í heimsókn ef:
- Þú ert í sóttkví.
- Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
- Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
Þessar reglur gilda frá 29. júlí til 12. ágúst 2020
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri