Íbúar, starfsmenn og stjórn Höfða senda lesendum heimasíðunnar bestu kveðjur og óskir um gott og farsælt komandi ár.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2017
Jólaball 2017
[vc_row][vc_column][vc_column_text]Í gær var haldið hið árlega jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.
Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.
Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]
Helgihald um hátíðarnar
Nú um hádegisbilið var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag. Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Íbúar og starfsfólk Höfða.
Tækifærisvísur og ljóð Kjartans H Guðmundssonar
Í gær var haldin samkoma í Höfðasal þar sem Ingi Steinar Gunnlaugsson flutti tækifærisvísur og ljóð eftir vin sinn Kjartan H. Guðmundsson heimilismann á Höfða.
Við sama tækifæri stjórnaði Sigurður Guðmundsson fjöldasöng.
Samkoman var vel sótt og var almenn ánægja með hana.
Jólahlaðborð
Síðast liðinn föstudag var hið árlega jólahlaðborð fyrir íbúa, aðstandendur og starfsmenn haldið í Höfðasal.
Jólahlaðborðið var vel sótt og var almenn ánægja með það.
Nýtt starf hjúkrunardeildarstjóra-auglýsing
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir nýja stöðu hjúkrunardeildarstjóra lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 74 íbúar, 61 í hjúkrunarrýmum, 4 í biðhjúkrunarrýmum og 9 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið er hér á heimasíðunni.
Hæfniskröfur
• Leitað er að einstaklingi með a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, góða leiðtogahæfni, áhuga á þjónustu við aldraða og getu til að takast á við krefjandi verkefni.
• Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.
• Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg.
- Framhaldsmenntun á sviði öldrunarhjúkrunar æskileg.
• Góð tölvukunnátta skilyrði.
• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og góða íslenskukunnáttu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga.
Starfshlutfall er 80-90%.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2017.
Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunardeildarstjóra veitir:
Hallveig Skúladóttir, sími 856-4327, netfang: hjukrun@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá sendist til hjúkrunarforstjóra Höfða á netfangið hjukrun@dvalarheimili.is.
Umsókn má einnig senda til hjúkrunarforstjóra Höfða, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranesi. Öllum umsóknum verður svarað