Hin árlega Höfðagleði var haldin föstudagskvöldið 10.mars sl. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa og stjórn Höfða, alls um 200 manns. Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem eldhús Höfða reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.
Samúel Þorsteinsson sá um veislustjórn og söng. Patrycja Szalkowicz lék á píanó og tveir nemendur hennar úr tónlistarskólanum léku á þverflautu. Síðan söng Hjördís Tinna Pálmadóttir nokkur lög við undirleik Samúels.
Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.
Að lokum var dansað við undirleik nafnlausu hljómsveitarinnar sem hélt uppi miklu stuði fram að miðnætti.
Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.